Guðbjörg Thoroddsen, kt. 20.10.55-3939

 

Menntun og starfsferill
 • Stúdentspróf frá MR. 1976.
 • Kennsla við Grunnskóla Hellissands, 1976-77
 • Útskrift frá Leiklistarskóla Íslands, 1981. MA
 • Kennsluréttindi frá Kennaraháskóla Íslands, 2003 ME
 • Diplóma meistarastigi í Jákvæðri Sálfræði.
 • Sat í stjórn Félags um Jákvæða sálfræði
 • Áfallafræði TRM (Trauma Resiliency model –1, 2) frá The Trauma Resource Institute.
 • Yóga Nidra kennari frá Amrit Yoga Institute (I AM YOGA NIDRA).
 • Hugleiðsluleiðbeinandi.
 • Ráðgjafi
 • Höfundur og kennari Baujunnar, sjálfstyrkingu byggða á tilfinningavinnu og meðvitaðri öndun - heildrænni meðferð hugar/líkama í tengslum við áfallavinnu og sjálfsuppbyggingu.

Drög að Baujunni.

Samhliða námi mínu í leiklist og síðan áfram með leiklistarstarfi starfaði ég sem meðferðarfulltrúi við Unglingaheimili Ríkisins og var þar meira og minna við störf í um 10 ár. Kenndi ég þar einnig lítillega á meðan þar var starfræktur skóli.

Ég útbjó þar nýtt tilraunakennsluefni (ásamt Bryndísi Guðmundsdóttur, Barnastofu), efni svipað því sem nú er farið að kenna í skólakerfinu undir heitinu lífsleikni. Þarna var fjallað um unglingsárin, líðan og tilfinningar.

Ég hef starfað við ráðgjöf og meðferðarstarf ásamt leiklistinni meira og minna allar götur síðan. Við tilsjón með unglingum og við fjölskyldu-og einstaklingsráðgjöf, aðallega í gegnum Miðgarð félagsþjónustu í Reykjavík.

Ég stofnaði tilsjónarvistun fyrir unglinga með samþykki og þátttöku Unglingadeildar félagsmálastofnunar Reykjavíkur (Snjólaug Stefánsdóttir) á þeim árum þegar engin úrræði voru fyrir unglinga sem voru orðnir sjálfráða (16 ára) en voru orðnir of stálpaðir fyrir “unglingaheimili” (fyrir tíma Rauða kross húss). Voru engin úrrræði fyrir þennan aldurshóp þá í boði! Ég tók síðar þátt í að setja í gang stærra tilsjónarheimili unglinga á vegum Félagsmálastofnunar.

Ég starfaði sem uppeldisfulltrúi við Unglingaheimili ríkisins,Tjaldarnesheimilið, BUGL á Kleifarvegi og á Stuðlum, greiningar-og meðferðarstöð fyrir unglinga.

Þar var náið samstarf milli uppeldisfulltrúa, sálfræðinga og kennara.

Fyrir utan önnur meðferðarstörf kenndi ég á Stuðlum slökun og tilfinningavinnu í einstaklingsráðgjöf. Ég hélt námskeið fyrir börn og unglinga í leikrænni tjáningu í meðferðarlegum tilgangi á Stuðlum og á Meðferðarheimilinu Hvítárbakka.

Ég hélt framsagnarnámskeið með áherslu á slökun og sjálfstyrkingu fyrir fullorðna á eigin vegum.

Þá fór ég að halda ótal sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna með áherslu á slökun. Ég tók að mér að kenna sérkennslubekk í Engjaskóla og þróaði þar áfram einstaklings- og hópnámskeið í tilfinningavinnu með áherslu á slökun. Í þessum bekk voru margir sem þurftu á sjálfstyrkingu að halda!

Jafnframt vann ég með börn utan míns bekkjar.

Ég starfaði við sjálfstyrkingu fyrir börn í Foreldrahúsi. “börn eru líka fólk”.

Baujan orðin til! (-en á eftir að halda áfram að þróast á næstu árum)

Veturinn 2001-2002 var ég í fullri stöðu við tilfinningakennslu í : Engja-, Borga-, Víkur-, Húsa- og Korpuskóla. Lítil námskeið innan skólanna voru í gangi allan veturinn. Þessi námskeið sóttu um 380 börn þann vetur og var árangur námskeiðanna mikill. Jafnframt vann ég með hópa og bekki innan skólanna við eineltislausnir og sjálfstyrkingu með aðferðum Baujunnar.

Ráðgjöfin er á margan hátt kennsla og með minn leiklistarlega bakgrunn fór ég í kennsluréttindanám 2002-2003. Þann vetur var mikil eftirspurn eftir Baujunni og tók ég að mér nokkur námskeið ásamt eineltisvinnu með bekki.

Lokaritgerð mín frá KHÍ. fjallar um leiklist í meðferðarlegum tilgangi.

Skólaárið 2003-2004 starfaði ég með Baujuna í Engja-, Borga-, Folda-, Rima- og Brúarskóla allan veturinn auk Lágafellsskóla, Álftanesskóla og Réttarholtsskóla tímabundið.

Veturinn 2004-2005 hef ég verið með föst námskeið í Engja-Borga-og Foldaskóla.

Námskeið í aðferðum Baujunnar.

Frá 2004 hef ég haldið námskeið í aðferðum Baujunnar og er eftirspurn mikil. Sækja þá kennslu náms-starfs-og félagsráðgjafar, djáknar, sálfræðingar, kennarar og fleiri og fleiri.

Það er mikil þörf fyrir tilfinningakennslu og það hefur verið mikil eftirspurn bæði frá framhalds-og grunnskólum. Fræðslumiðstöð og þá helst Arthúr Morthens hefur fylgst með starfi mínu innan skólanna þar sem þetta er frumkvöðlastarf sem gengur vel og hefur hann sýnt því afar mikinn áhuga.

Hef ég farið vítt með tilfinningakennslu mína Baujuna sniðna eftir þörfum hverju sinni. Ólíkir starfshópar hafa fengið mig með kennslufyrirlestra t.d. báðar skipshafnir Hafrannsóknar, sem og félagsmálastofnanir.

Sem leikari hef ég starfað í 25 ár ásamt meðferðarstarfi við öll atvinnuleikhúsin bæði sem leikari og leikstóri auk þess unnið með frjálsum leikhópum. Einnig hef ég starfað sem leikstjóri í mennta- grunnskólum og unglingaleikhópum.

Guðbjörg Thoroddsen – hlutverkaskrá

Verkefni

Hlutverk

Ár

Jómfrú Ragnheiður,LA Jómfrú Ragnheiður

1981

Þrjár systur, LA Irena

1981

Dýrin í Hálsaskógi, LA Lilli klifurmús

1982

Eftirlitsmaðurinn, LA María

1982

Atómstöðin, LA Ugla

1982

Jómfrú Ragnheiður, ÞLH Jómfrú Ragnheiður

1982-83

Gísl, LR Teresa

1983-85

Fassbinder, Beisk tár Petru Von Kant Marlene

1984-85

Dagbók Önnu Frank, LR Margrét

1985

Thokhov, Villihunang, ÞLH Brúðurin

1985

Upp með teppið, LR Ýmiss

1986

Agnes barn Guðs, LR einsöngur, Gregorískir sálmar

 1985

Kabarett,LA KIT-Kat stelpa

1987

Smámyndir, Lh. Saga Akureyri leikstjórn

1987

Aðstoð Nonni og Manni

1988

Hús Bernörðu Alba, LA Sylvia Plath

1991

Gauragangur, ÞLH Stjúpa Orms

1993-94

Gaukshreiðrið, ÞLH Aðstoðarleikstjóri

1993

Leigjandinn, ÞLH Aðstoðarleikstjóri

1995

Einleikur, Bóndinn
eftir Ingibjörgu Hjartar, ÞLH og Deiglan, AK Bóndinn

1995

Nanna systir, LA Álfdís

1996

Dýrin í Hálsaskógi, LA Amma mús/konan á bænum

1996

Kossar og kúlissur, LA Hildigunnur leikstjóri

1997

Vefarinn mikli frá Kasmír, LA Jófríður

1997

Hart í bak, LA Áróra

1997

Kona einsömul,Dario Fo, Deiglan, AK Kona Einsömul, einleikur

1997

Söngvaseiður, LA Ráðskonan

1998

Kossinn, Hallgr. Helgas. Austurbbíó. Rvk. Móðir og spákona

2000

Kvikmyndir
Skilaboð til Söndru Hjúkka

1983

Skytturnar Ebba

1985

Ingaló Þjónn

1992

Benjamín Dúfa Móðir

1995

Draumadísir Barnaverndarfulltr.

1995

Hilmar Oddson Félagsmálafulltrúi

1997

Auk fjölda hlutverka í útvarpi og sjónvarpi.