Kennari : Guðbjörg Thóroddsen

Einkatímar í Baujunni, sjálfstyrkingu er tilvalin leið fyrir fólk til að styrkja sig eða vinna sig út úr erfiðleikum. Baujan er kennsla í sjálfsvinnu. Hún er auðveld, fljótvirk og árangursrík.

Kennslan tekur 5 skipti og er eitt skipti í viku, klukkutími í hvert sinn.

Baujan er sjálfstyrking fyrir alla. Börn, fullorðna, konur og karla.

Hóptímar í Baujunni. Baujan hefur hún verið kennd í hóptímum í skólum, félagsmálakerfinu, Vinnumálastofnun, Hlutverkasetri og víðar síðan árið 2000 og hefur gefið mjög góða raun. Þá eru 2-5 mann í hóp. Hópinn þarf að skipa áður en pantað er.

Í hóptíma eru skiptin 6 eitt skipti í viku og tekur hvert skipti 90 mín.

Baujan er sjálfstyrking þar sem ekki er horft á yfirborðsöryggi heldur er farið í kjarnann sjálfan, grunninn sem þarf að byggja á.

Markmið Baujunnar:

Læra betur á tilfinningar sínar og fá þjálfun við að tengja þær andlegri og líkamlegri líðan.

Byggja sig upp eftir áfall, svo sem veikindi, skilnað, fíkn, einelti /ofbeldi, dauðsfall ástvinar, fjölskylduvandamál, erfiðleika í skóla/starfi. Ná tökum á kvíða og þunglyndi. Venja sig af feimni eða bara til að styrkja sig!

Fara frá meðvirkni þ.e stjórnast ekki af umhverfi, annarra líðan eða hegðun.

Læra undirstöðuatriði í tilfinningavinnu ásamt slökunaröndun til sjálfshjálpar til að verða færari um að stjórna líðan sinni, hegðun og aðstæðum.

Að eiga auðveldara með að setja sig í spor annarra, gefið meira af sér og notið líðandi stundar.

Baujan er góður tilfinningalegur þekkingargrunnur sem þátttakendur geta síðan nýtt sér áfram.

Þátttakendur fara af námskeiði sem sterkari einstaklingar með meiri möguleika til sjálfshjálpar og með sterkari sjálfsvitund. Baujan er góð fyrir alla.

Þátttakendur með stórvægileg vandamál þarfnast oft áframhaldandi stuðnings og er það æskilegt. Hægt er að fá fleiri tíma eftir að námskeiði lýkur í eftirfylgni. Þeir sem lært hafa Baujuna eiga betri möguleika á að tileinka sér aðstoð eftir en áður.

Forvarnir: Bestu forvarnir eru að læra á sjálfa/n sig, tilfinningar og líðan og geta brugðist rétt við aðstæðum og umhverfi. Er þá minni hætta á að áföll og erfiðleikar fari illa með einstaklinginn.