Námskeið til að kynnast/tileinka sér Baujuna eru í Rvk.
Fagfólk úti á landi getur pantað námskeiðið heim.
Kennari: Guðbjörg Thóroddsen.
Ljósabaujan: Handleiðsla/endurmenntun, réttindi til kennslu. Baujuleiðbeinendur.

Námskeið fyrir fagfólk hafa verið í gangi frá árinu 2003 og alltaf verið vel sótt.

Náms-og starfsráðgjafar, félagsráðgjafar, kennarar, hjúkrunar-,talmeina- og sálfræðingar og aðrir þeir sem vinna að aðhlynningu og mannrækt hafa sótt námskeiðið. Meira en 100 náms-starfsráðgjafar hafa komið á þessi námskeið auk fólks úr ótal öðrum fagstéttum.

Fólk lærir aðferðina og sumir kaupa hana til að kenna sjálfir og verða þar með Baujuleiðbeinendur. Sjá hér neðar: Ljósabaujan.

Stutt lýsing: Baujan er auðveld sjálfstyrkingaraðferð sem byggir á tilfinningavinnu og slökunaröndun. Aðferðin miðar að því að hafa stjórn á tilfinningalegri líðan sinni. Fjallað er um þær aðferðir, hugsun og uppbyggingu sem Baujan byggir á. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja nýta þessa aðferð til uppbyggingar skjólstæðinga sinna eða sjálfra sín.

Markmið: Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að þekkja aðferðir Baujunnar og geta nýtt þær við ráðgjöf og til eigin uppbyggingar.

Viðfangsefni: Tilfinningakennsla og þjálfun. Farið er yfir grunntilfinningar og kennd leið til þessa að vinna úr þeim og komast heil frá áföllum. Kennd er aðferð til að forðast meðvirkni en byggja sig upp á heilbrigðan hátt. Kennd er slökunaröndun og fjallað um tengsl öndunar og tilfinninga. Afhentir lyklar til sjálfsuppbyggingar.

Vinnulag: Fyrirlestur, umræður og þjálfun.Miðað er við hámark 5 þátttakendur. Kaffiveitingar og Baujan, sjálfshjálparbók fylgja námskeiði. Þátttakendur fá skjal að loknu námskeiði sem vottar þátttöku.

Verð er kr. 70.000.


Ljósabaujan


Réttindi til kennslu: Keyptur er diskur með kennsluefni Baujunnar, prufukennt nokkrum sinnum, komið í handleiðslu. Diplóm/skjal er afhent í lok handleiðslu og nafn viðkomandi er skráð á heimasíðu Baujunnar.

Aðeins fagfólk og þeir sem lokið hafa grunnnámskeiði geta fengið réttindi til að kenna Baujuna.

Með Ljósbaujunni fá þátttakendur leiðsögn/ handleiðslu við að beita aðferðum Baujunnar við kennslu. Það treystir það góða orðspor sem Baujan hefur og tryggir rétta og árangursríka kennslu. Baujan er kennd víða innan félags-heilbrigðis- og menntastofnana Íslands og því lögð áhersla á fagmennsku kennslunnar. Þátttakendur fá til eigin afnota allt efni Baujunnar, öll gögn til sjálfstæðrar vinnu, kennslu og fyrirlestrahalds á geisladiski sem afhentur er við lok grunnnámskeiðs.

Þátttakendur fá diplóm / skjal að lokinni handleiðslu sem vottar þátttöku og veitir kennsluréttindi Baujunnar. Þessi réttindi heitir Ljósabaujan. Þeir sem hafa tekið Ljósabaujuna fá nöfn sín skráð inn á heimasíðu Baujunnar eru þau hér fyrir neðan. Baujuleiðbeinendur sem tekið hafa Ljósabaujuna hafa betri og öruggari grunn til að standa á við kennslu Baujunnar.

Ljósabaujan; efni, handleiðsla/endurmenntun, réttindi til kennslu:

Eftir grunnnámskeið fær viðkomandi öll kennslugögn Baujunnar og prufukennir hópi eða einstaklingi samkvæmt þeim aðferðum sem þegar hafa verið kenndar á grunnnámskeiði.

Eftir það er komið í handleiðslu þar sem farið er yfir prufukennsluna, lagfært það sem betur má fara og þátttakanda er leiðbeint áfram. Einungis 3-4 manns eru í handleiðslutíma.

Verð Ljósabaujunnar er kr. 130 þúsund.

N.B. Fagfólk sem fékk efni og kennsluréttindi Baujunnar áður en Ljósabaujan varð til býðst að koma í handleiðslu/endurmenntun og öðlast þá réttindi Ljósabaujunnar upp á tryggari kunnáttu. Baujuleiðbeinendur utan Rvk. hafið samband vegna handleiðslu. Mætt er á staðinn.

Verð kr. 30 þúsund.Kæru Baujuleiðbeinendur og aðrir sem hafa lært Baujuna til kennslu! Baujan fagnaði 10 ára afmæli árið 2010. Þá sendi ég bréf til ykkar sem hægt er að finna hér.
Baujuleiðbeinendur sem hafa tekið Ljósabaujuna teljast hafa betri og öruggari grunn til að standa á við kennslu Baujunnar. Nöfn þeirra eru skráð hér:Aðalheiður Reynisdóttir, Sauðárkróki
Sími: 8676072, netfang: heida@FNV.IS

Eydís Katla Guðmundsdóttir, Vallaskóla á Selfossi
Sími: 4805800, netfang: eydis@vallaskoli.is

Jóhanna Einarsdóttir, Sunnulækjarskóla á Selfossi Sími: 4805400, netfang: johannae@sunnulaekjarskoli.is

Rut G. Magnúsdóttir, kennari og djákni, Lágafelsskóli í Mosfellsbæ
Sími : 8622925, netfang: rut@lagafellsskoli.is

Sigríður Hrönn Sigurðardóttir, hjúkrunar-og guðfræðingur, sálgæsla og ráðgjöf.
Sími: 561-1000/Samhjálp, Stangarhylur 3A, Rvk. Netfang: hronn@samhjalp.is

Ragnhildur Birna Hauksdóttir, fjölskyldumeðferðarfulltrúi og leikskólakennari, Álftanes
Sími: 552 5747 / 823 3253, netfang: rbh72@simnet.is

Olga Sveinbjörnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Vallaskóla á Selfossi
Sími: 8450076, netfang: olgas@vallaskoli.is

Heiður Eysteinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Vallaskóla á Selfossi
Sími: 6616080, netfang: heidur@vallaskoli.is

Ólöf Bolladóttir, sérkennari, Háaleitisskóli,Reykjanesbæ.
Sími : 861 5017