Um Baujuna

Baujan, sjálfstyrking er byggð á öndun og tilfinningavinnu
– Stofnuð 2000 –

Aðferð til að tengjast tilfinningum sínum

Til að stjórna líðan sinni

Njóta vellíðunar og vera hæf til að elska

Auðveld og varanleg sjálfstyrkingaraðferð

Að geta sett sig í spor annarra,
gefið af sér og notið líðandi stundar.

Baujan er auðveld sjálfstyrkingaraðferð sem byggir á tilfinningavinnu og slökunaröndun. Í Baujunni er lögð áhersla á að bataleiðir séu að mestu leyti sjálfssprottnar og því sem varanlegastar. Þar sem hún tengist öndun eignast einstaklingurinn hana innra með sér og getur leitað í hana í erfiðleikum og mótlæti síðar á lífsleiðinni.

Baujan er sjálfstyrking fyrir alla.

Til að byggja sig upp eftir áfall eða langvarandi álag, t.d. skilnað, einelti/ofbeldi, missiástvinar, erfiðleika í samskiptum innan fjölskyldu/skóla/starfsvettvangs, fíkn, kvíða, þunglyndi, veikindi eða bara til að styrkja sig, öðlast meira sjálföryggi og vellíðan.

Baujan auðveldar að takast á við erfiðar aðstæður og álag.

Baujan er sjálfstyrking þar sem farið í kjarnann sjálfan, grunninn sem þarf að byggja á. Með því að læra Baujuna förum við út úr meðvirkni, þ.e. óöryggi, hættum að stjórnast af líðan og hegðun annarra og byggjum okkur upp á heilbrigðan hátt.

Hver er galdurinn á bak við Baujuna?

Hún hefur verið kennd þúsundum manna með frábærum árangri. Hún er fljótvirk, árangursrík og umfram allt auðveld aðferð í sjálfstyrkingu þar sem tilfinningavinna er tengd öndun sem er undirstaða lífsins.

Grunnur Baujunnar er jafn einfaldur og það að vera til. Að vera meðvituð um öndun sem er samofin spennu og slökun líkamans er sá galdur eða sú einfalda staðreynd sem við þurfum að þekkja til að geta haft áhrif á líðan okkar og hegðun. Baujan er kennsla í sjálfsvinnu. Aðferðin er lausnarmiðuð.

Baujan byggir á reynslu og námi skapanda hennar GuðbjargarThoroddsen (Bauju).

Guðbjörg hefur starfað sem leikari en jafnframt sem þerapisti og kennari. Baujuna byggir hún á þeirri kunnáttu og reynslu sem hún hefur aflað sér með lífsreynsu, störfum og menntun. Leikarar eru endalaust að greina persónur, skoða og vinna með sjálfa sig. Þeir þurfa að geta túlkað aðra persónu, samsamast henni og þurfa því að geyma sína eigin persónu á meðan. Til að geta gert það þurfa þeir að kunna slökun, anda niður í maga og komast á núllpunkt. Þaðan er hægt að skoða tilfinningarnar hlutlaust fram og til baka. Hún hjálpar okkur við að sækja orkuna frá slökun, orku-brunninum sem endurnýjar sig stöðugt og er óþrjótandi. Snúið er frá meðvirkni og skyndiorku og orkubrunnurinn er virkjaður. Við leiðréttum orkubúskap líkamans. Með Baujunni öðlumst við innri ró og vellíðan. Þegar aðferðin er orðin okkur töm er eins og við séum í stöðugu yoga. Náttúran, allt líf leitar eftir orkujafnvægi til að viðhalda heilbrigði og styrk. Baujan leiðréttir og styrkir eðlilegt orkuflæði líkamans og hjálpar okkur að leita jafnvægis. Guðbjörg þróaði þessa tækni til sjálfshjálpar og notaði hana á sjálfa sig þegar hún þurfti á að halda og þekkir því aðferðina innan frá.Baujan virðist nýtast flestum þeim sem reyna hana bæði fljótt og vel.