Hver og einn ber ábyrgð á líðan sinni og lætur hana ekki bitna á umhverfi eða öðru fólki. Hver og einn ber ábyrgð á hegðun sinni, tekur tillit til annarra og ráðskast ekki með þá. Enginn á að líða ofbeldi, ofbeldi er óheilbrigði sem alltaf þarf að uppræta.

Athugið vel birtingarmyndir andlegs ofbeldis t.d. :

Virðingarleysi, tillitsleysi, lítillækkun, hundsun, útilokun, kuldi, óheiðarleiki, rógur, lygar, baktal, hvísl, ásakanir, hótanir, garg, öskur, spenna, skammir, ókurteisi, andlitsviprur, gretta, glott, augngotur, stunur, andvarp, pot og pikk, útúrsnúningur, ljót orð, breyta rödd, reiði í málróm, fýla, afbrýðisemi, frekja, stjórnsemi, alið á sektarkennd hjá öðrum, leikið fórnarlamb, hurðarskellur, kastað hlutum, vakið upp óöryggi hjá öðrum…þegar einhver lætur óöryggi sitt, reiði sína, leiða, kvíða, skömm, höfnun, stress eða aðra vanlíðan bitna á öðrum í stað þess að takast á við erfiðleikana og vinna úr.