Velkomin

Baujan – Sjálfstyrking

Byggð á slökunaröndun og tilfinningavinnu

Viðtöl

Myndskeið og hljóðbrot úr viðtölum um Baujuna

Panta námskeið

Fylltu út eyðublaðið á vefnum okkar til að panta námskeið

Bókin

Lesa kafla úr bókinni Baujan (The Buoy) eftir Guðbjörgu Thóroddsen

GREINAR

  • Heiti Baujunnar

    Heiti Baujunnar Samkvæmt orðabók þýðir bauja: 1 bauja, -, -ur, no. kv. dufl ; baujuvakt vakt þegar legið er við bauju. 2 bauja, -aði, so. setja út dufl, festa við bauju : bauja sig niður; fest skip sitt við dufl. Sjálfstyrkingu mína nefni ég Baujuna og er það heiti mjög vel við hæfi. Baujur vísa sjófarendum veginn […]

    Lesa meira
  • Reiði – reiðistjórnun

    Tilfinningar eru misauðveldar viðfangs og er reiði sú tilfinning sem flestum gengur erfiðast að glíma við. Hún er margslungin, lýsir sér á marga ólíka vegu og rætur hennar eru oft óljósar. Því þarf að veita henni sérstaka áherslu og góða athygli. Reiðin óhefluð og stjórnlaus getur verið lífshættuleg þeim sem hana ber og ekki síður […]

    Lesa meira
  • Að lifa í núinu

    Baujan miðar að því að hafa stjórn á tilfinningalegri, andlegri líðan sinni. Að geta sett sig í spor annarra, gefið meira af sér og notið líðandi stundar. Með Baujunni öðlumst við innra orkujafnvægi sem gerir okkur fært að lifa í núinu. Til að lifa í núinu þarf innra jafnvægi, góð tengsl við slökun þaðan sem […]

    Lesa meira

HRÓS OG UMMÆLI


  • Ég mæli hiklaust með Baujunni, ég væri ekki í þeim sporum sem ég er í í dag ef ég hefði ekki lært hana. Er ákveðnari, læt heyra í mér ef mér mislíkar, stend með sjálfri mér og er ánægðari. Einföld en mjög góð tækni til að ná tökum á lífi sínu á allan hátt.

    - Jenný Sigurðardóttir, deildarhjúkrunarfræðingur á Grund
  • Mjög ánægð með þetta námskeið og mæli eindregið með því fyrir alla. Hefur gefið mér mjög mikið. Ég er orðin glaðari, jákvæðari, rólegri, bjartsýnni með framtíðina og meðvitaðri um öndun.

    - Sonja Magnúsdóttir
  • Þetta starf hefur verið nemendum okkar og starfsfólki ómetanlegt til að bæta líðan einstaklinga, bekkjaranda og skólabrag. Við stöndum í miklu þakklæti við Bauju og gleðjumst yfir að fá að hana til að starfa áfram með okkur.

    - Stjórnendur Borgaskóla (Inga Þórunn og Árdís)
  • Það er gott að sem flestir þekki Baujuna. Baujan nýtist mér ekki bara í skólahjúkrun, ég er líka að vinna með stuðning þar sem fólk er að breyta um lífstíl og þar nota ég einnig Baujuna til að efla sjálfstyrkingu.

    - Ólöf hjúkrunarfræðingur
  • Ég sótti námskeið Baujunnar fyrir fagfólk þegar ég vann með þolendum kynferðisofbeldis og var virkilega ánægð með það. Ég hef haft áhuga á sjálfsrækt í áratugi og lesið mér mikil til og sótt 12 spora fundi vegna meðvirkni. Ég upplifði Baujuna sem CODA prógramm á sterum. Það lærir maður ótrúlega hagnýt ráð til að tækla sjálfan sig og erfiðar aðstæður. Ég mæli með þessu námskeiði fyrir allt fagfólk sem vinnur með fólki á einn eða anna hátt og alla þá sem vilja líða betur og öðlast verkfæri til að takast á við lífið og sjálfa sig.

    - Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, lögfræðingur og þroskaþjálfi.
  • Mér finnst allt efnið þitt æðislegt, er búin að hlusta á viðtölin þín og lesa greinarnar og hef tekið bókina þína allavega 3x á bókasafninu, fyrst 2010 örugglega. En aðferðirnar þínar virka svo vel, ég hef lesið margar sjálfstyrkingarbækur en þín virkar alltaf lang best. Bókin þín er eintak sem ég vil glugga í um leið og mér líður eitthvað illa því þá veit ég að baujan hjálpar mér að lagast. Stundum er ég ekki með nægilega gott sjálfstraust og finnst aðrir vera miklu meira virði, en þá er gott að glugga í bókina þína. Henda slæðu yfir hina sem stela orkunni frá mér :)

    Takk fyrir aðferðirnar þínar.  Hlakka til að lesa aftur bókina þína.  Hafðu það rosalega gott. 

    - Katrín Pálsdóttir

BAUJAN

Sjálfstyrking byggð á öndun og tilfinningavinnu

 

Baujan er auðveld sjálfstyrkingaraðferð sem byggir á tilfinningavinnu og slökunaröndun. Kennd er leið til að komast heil frá áföllum og álagi. Afhentir eru lyklar til sjálfsuppbyggingar. Aðferðin miðar að því að hafa stjórn á tilfinningalegri líðan sinni. Að geta sett sig í spor annarra, gefið meira af sér og notið líðandi stundar.

Í Baujunni er lögð áhersla á að bataleiðir séu að sem mestu leyti sjálfssprottnar og því sem varanlegastar. Þar sem hún tengist öndun eignast einstaklingurinn hana innra með sér og getur leitað í hana í erfiðleikum og mótlæti síðar á lífsleiðinni.