GREINAR
HRÓS OG UMMÆLI
BAUJAN
Sjálfstyrking byggð á öndun og tilfinningavinnu
Baujan er auðveld sjálfstyrkingaraðferð sem byggir á tilfinningavinnu og slökunaröndun. Kennd er leið til að komast heil frá áföllum og álagi. Afhentir eru lyklar til sjálfsuppbyggingar. Aðferðin miðar að því að hafa stjórn á tilfinningalegri líðan sinni. Að geta sett sig í spor annarra, gefið meira af sér og notið líðandi stundar.
Í Baujunni er lögð áhersla á að bataleiðir séu að sem mestu leyti sjálfssprottnar og því sem varanlegastar. Þar sem hún tengist öndun eignast einstaklingurinn hana innra með sér og getur leitað í hana í erfiðleikum og mótlæti síðar á lífsleiðinni.