Að lifa í núinu - Baujan

Baujan miðar að því að hafa stjórn á tilfinningalegri, andlegri líðan sinni. Að geta sett sig í spor annarra, gefið meira af sér og notið líðandi stundar. Með Baujunni öðlumst við innra orkujafnvægi sem gerir okkur fært að lifa í núinu.

Til að lifa í núinu þarf innra jafnvægi, góð tengsl við slökun þaðan sem lífsorkan kemur. Náttúran, allt líf leitar eftir orkujafnvægi til að viðhalda heilbrigði og styrk. Maðurinn er hluti af náttúrunni og við þurfum á jafnvægi og styrk okkar að halda.

Baujan leiðréttir og styrkir eðlilegt orkuflæði líkamans og leitar jafnvægis. Hún hjálpar okkur við að sækja orkuna frá slökun, orkubrunninum sem endurnýjar sig stöðugt og er óþrjótandi.

Með Baujunni leiðréttum við og styrkjum orkubúskap líkamans.

Snúið er frá meðvirkni, skyndiorku og orkubrunnurinn er virkjaður. Þá er auðveldara að takast á við erfiðar aðstæður og álag. Þegar Baujan er orðin okkur töm er eins og við séum í stöðugu yoga. Þá er auðveldara að lifa í núinu, vera hæfari til að elska og njóta lífsins á líðandi stundu.

Við þörfnumst þess að lifa í núinu, til að takast á við áföll og andstreymi af fullum styrk. Það þarf að vinna úr áföllum svo við höldum góðum tengslum við okkur sjálf og séum fær um að lifa í núinu.

Við upplifum veruleikann út frá þeirri tilfinningu sem stjórnar okkur.

Ef reiðin stjórnar okkur til dæmis erum við stöðugt í vörn, ef höfnun stjórnar, finnst okkur við aldrei nógu góð og svo framvegis. Með Baujunni lærum við að upplifa veruleikann út frá slökun, hlutleysi, upplifum veruleikann á sem eðlilegastan og raunsannastan hátt þ.e út frá kærleik.

Með tilfinningavinnu og slökunaröndun er komist á tilfinningalegan núllpunkt, hlutleysi. Með Baujunni öðlumst við því innri ró og vellíðan. Það er stórkostlegu hæfileiki að geta haft áhrif og stjórn á líðan sinni.

Sá sem ekki andar rétt nær ekki að lifa í núinu, nær ekki að lifa til fulls.