Rödd, tilfinningar og öndun

Röddin fylgir líðan manns. Við heyrum hvernig viðkomandi líður. Hún fylgir kjarna mannsins í slökun en varnarkerfinu í spennu. Röddin kemur upp um leyndarmálin sem við ætlum að geyma, hún getur komið okkur í vanda þegar hún dúkkar upp með réttartilfinningar okkar eða hugsun jafnvel þegar við ætlum að láta í ljós eitthvað allt annað,- blæbrigði raddar ljóstrar upp sannleikanum.

Það tilfinning okkar og líðan sem stýrir röddinni t.d. ótti, reiði, feimni, óöryggi og erfiðar tilfinningar nú eða geislandi gleðin og öryggið. Við hlustum eftir því hvaðan röddinn kemur, við hlustum ekki bara á orðin sem hún tjáir.

Við ætlum okkur ef til vill að tala á rólegan og yfirvegaðan máta en förum ósjálfrátt að tala með t.d. titrandi röddu, á allt of miklum hraða, of lágt eða óskýrt. Þá er líklegt að þar liggi einhver erfið tilfinning að baki t.d. óöryggi, feimni, höfnun, kvíði eða reiði, stjórnsemi, frekja. Sum okkar tala inná við þ.e. loka á röddina með spennu í stað þess að hún hljómi óhindrað út frá slökun. Tilfinningar okkar stjórna röddinni. Að læra að stjórna röddinni er að miklu leiti að læra að stjórna og þekkja inn á tilfinningar sínar og líðan.

Röddin er ein af okkar helstu tjáningartækjum. Þó orðin séu tekin burt situr röddin eftir sem okkar helsta tjáningartæki. Við getum lesið í líðan einstaklings út frá röddinni – án orðanna sem eru stundum til þess eins að villa okkur sýn.

Öllum þykir gaman að hlusta á aðra, raða í huganum saman blæbrigðum raddar og draga ályktanir. Röddin, augnaráð, sviðbrigði ásamt hreyfingum líkamans eru okkar helstu tjáningartæki á líðan okkar og tilfinningar.

Við hlustum eftir því hvaðan röddin kemur þ.e. eru orðin sögð út frá spennu eða slökun. Orð breyta um merkingu við það að vera sögð frá slökun og yfir í það að vera sögð út frá spennu. Ástarorð hafa t.d. tvíræða merkingu ef þau eru sögð frá óöryggi og spennu.

Við hlustum eftir því hvaðan röddin kemur þegar einhver segir fyrirgefðu við okkur. Á að taka mark á fyrirgefningunni eða ekki? Kemur hún frá slökun, einlægninni eða kemur fyrirgefningin frá spennu, vörn og óöryggi?

Mállaus,-heyrnarlaus,-minnislaus- röddin flytur skilaboð okkar um líðan. Hún er mælikvarði á alla líðan, tilfinningasveiflur okkar, jafnlyndi eða óróleika. Heilan persónuleika getum við fundið út og greint út frá raddsýnishornum.

Ef við öðlumst leikni við að skilja þessi tjáningarform geta þau orðið jafn mikilvæg eða mikilvægari en þau skilaboð sem við gefum frá okkur með orðum. Orðin ein og sér halda ekki merkingu nema hugsun og/eða tilfinning fylgi með.Með næmni og þjálfun er fljótt hægt að greina líðan viðmælanda. En til þess er nauðsynlegt að þekkja hlutlaust ástand -án spennu, andlega og líkamlega.

Til að ná valdi á slökun og spennu þurfum við að kunna rétta öndun og vera meðvituð um hana. Frá slökun getum við farið í það ástand sem við helst kjósum.

Þá eru tilfinningar okkar ekki að stjórna för. Þá getum við stjórnað hvaða tilfinningu við ætlum að hafa (nota), ómengaða frá öðrum. Á þessum grunni byggir Baujan.

Öndun er undirstaðan. Öndun og tilfinningar eru samverkandi. Röddin er birtingarmynd þess samspils.