Meðvirkni

Með Baujunni ferðu úr meðvirkni, óöryggi og byggir upp heilbrigt og gott sjálfsöryggi.

Meðvirkni: Einstaklingur hefur misst tengslin við sjálfan sig, öryggi sitt. Hann stjórnast gjarnan af líðan og hegðun annarra eða af aðstæðum. Honum finnst hann einnig bera ábyrgð á líðan og hegðun annarra! Hann hefur misst eða ekki öðlast hæfileikann að vinna úr tilfinningum sínum út frá eigin forsendum og er því ekki fær um að bera ábyrgð á líðan sinni. Hann er ekki í jafnvægi en stjórnast af óöryggi, vörn eða stöðugri sektarkennd.

Í besta falli veldur hún okkur óöryggi, minnimáttarkennd eða tilfinninga-legri vanlíðan og álagi,- í versta falli algeru niðurbroti sem geta endað með fíkn, kvíða eða þunglyndi. Meðvirkni skapar veikindi, andleg og líkamleg.

Við eigum erfiðara með að takast á við erfiðleika og förum verr út úr álagi og áföllum ef við erum meðvirk. Forsenda heilbrigðs einstaklings að vera fær um að skapa líðan sína sjálfur.

Meðvirknin einkennist af orkuójafnvægi. Í meðvirkni erum við of mikið að þrífast á skyndiorku, því skapast þetta innra ójafnvægi. Náttúran, allt líf leitar eftir orkujafnvægi til að viðhalda heilbrigði og styrk.

Baujan leiðréttir og styrkir eðlilegt orkuflæði líkamans og leitar jafnvægis.

Með heilbrigðu sjálfsöryggi er orkan aðallega sótt frá slökun, orkubrunninum sem endurnýjar sig stöðugt og er óþrjótandi. Með Baujunni öðlumst við innri ró og vellíðan.